Jazz Happy Hour / Jazzhátíð Reykjavíkur

Jazz Happy Hour / Jazzhátíð Reykjavíkur

STAÐUR & STUND

19. ágú., GMT – 18:00

Laugavegur 120, 105 Reykjavík

VIÐBURÐURINN

Jazzhátíð Reykjavíkur og Center hótel bjóða upp á jazz Happy Hour.

Vinirnir og kollegarnir Bjarni Már Ingólfsson gítarleikari og Tumi Torfason trompetleikari leika frumsamda efnisskrá af tónlist og flétta henni saman við frjálsan spuna. Í dúóforminu hafa þeir fundið rými fyrir einbeitt samtal, heita rökræðu og hjartanlegt samkomulag. Þeir fara mjúkum höndum um tónsmíðar sínar, snúa þeim á alla kanta og leika af fingrum fram í formfestu og frjálsu falli. Þannig flæða þeir milli strúktúrs og óvissu í tónlistinni. Þeir Bjarni og Tumi eru tveir af efnilegustu djasshljóðfæraleikurum og tónskáldum sinnar kynslóðar og verður spennandi að fylgjast með þeim á næstu misserum.

Bjarni Már Ingólfsson : gítar Tumi Torfason : trompet

Frítt inn og allir velkomnir!

DEILA VIÐBURÐI