VEISLUR

Veislusalurinn okkar er einstaklega rúmgóður, bjartur og hannaður þannig að hann hentar vel fyrir bæði stórar sem smáar veislur.  Salurinn í heild sinni tekur allt að 300 manns í uppsetningu fyrir móttöku og 170 manns í sitjandi borðhald.  Útgengt er út í skemmtilegan afgirtan garð úr salnum frá tveimur stöðum.  Gott úrval er á veitingum með salnum, allt frá smáréttum upp í þrírétta mat - allt eftir eðli veislunnar sem um ræðir.