Halloween Burlesque Bröns
Bubblur, bröns og burlesque með Margréti Maack!


STAÐUR & STUND
25. okt. 2025, 12:00 – 15:00
Reykjavík, Laugavegur 120, 101 Reykjavík, Iceland
VIÐBURÐURINN
Bubblur, bröns og burlesque!
Í tilefni hrekkjavöku býður Jörgensen til Halloween burlesque bröns þar sem burleskmamma Íslands, Margrét Erla Maack, heldur um taumanna og kallar saman sitt skemmtilegasta fólk í dagskrá fulla af gleði, glansi og glitri.
Dyrnar opnast kl. 11:45 og gestir fá Halloween kokteil eða mokteil við komu, og sýningin hefst kl. 13:00.
Það verður eitt stutt hlé á milli atriða – fullkomið tækifæri til að bæta á glösin eða spjalla við borðfélagana.
Sýningunni lýkur um kl. 14:30, en það er auðvitað engin ástæða til að flýta sér heim, hægt er að sitja áfram, kíkja á happy hour eða skella sér í spa-ið!
Bröns diskur + Halloween kokteill/mokteill + sýning = 8.990 kr.
.png)