top of page

JAZZ BRÖNS - REBEKKA BLÖNDAL

Rebekka Blöndal ásamt bandi sínu mun skemmta bröns gestum kl. 12:00.

Tickets Are Not on Sale
See other events
JAZZ BRÖNS - REBEKKA BLÖNDAL
JAZZ BRÖNS - REBEKKA BLÖNDAL

STAÐUR & STUND

04. sep. 2021, 12:00

Jörgensen Kitchen & Bar, Laugavegur 120, 105 Reykjavík, Iceland

VIÐBURÐURINN

Jazzhátíð Reykjavíkur og Center hótel bjóða upp á jazz „bröns“ á Jörgensen Kitchen & Bar.

Bóka borð hér!

Jazzsöngkonan Rebekka Blöndal er ein efnilegasta jazzsönkona landsins. Hún hefur verið iðin við tónleikahald síðustu misseri og hlotið verðskuldaðan sess innan íslensku jazzsenunar. Nú í haust lítur dagsins ljós hennar fyrsta plata en hún gaf út litla EP plötu á vordögum þessa árs. Efni plötunnar er að mestu frumsamin tónlist eftir Rebekku og Ásgeir Ásgeirsson gítarleikara.

Á þessum tónleikum kemur Rebekka fram ásamt kvartett sínum en hann skipa auk hennar, þeir Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Sigmar Þór Matthíasson kontrabassaleikari og Matthías Hemstock trommuleikari.

DEILA VIÐBURÐI

bottom of page