top of page
Örtónleikar með Svanholm Singers
Hlýleg stemning með lifandi kórtónlist kl. 18:00.


STAÐUR & STUND
17. maí 2025, 18:00 – 18:30
Reykjavík, Laugavegur 120, 101 Reykjavík, Iceland
VIÐBURÐURINN
Kvöldið 17. maí verður einstaklega notalegt hjá okkur á Jörgensen Kitchen & Bar, þar sem sænski karlakórinn Svanholm Singers mun stíga á svið og flytja tónlist fyrir gesti frá kl. 18:00 til 18:30.
Þessi óvenjulegi karlakór frá Svíþjóð, er þekktur fyrir heillandi flutning og tærar raddbeitingar. Tónlistin sprettur úr norrænni og baltneskri kórhefð, en með einstökum túlkunum sem nær beint til hjartans.
Við mælum með að koma til okkar í kvöldmat og njóta þess að borða við lifandi og fallega tónlist. Þetta kvöld verður sérstaklega hlýlegt og einstakt.
Engir miðar, bara mæta, njóta og eiga góða kvöldstund.
bottom of page